top of page

Langvarandi verkir á grindarbotnssvæði geta háð bæði konur og körlum. Þeir eru oft hluti af flóknari einkennum. Fólk er í mörgum tilfellum illa meðvitað um þá og oft þarf að meðhöndla þá sérstaklega. 

Þvagleki er algengur en aldrei eðlilegt ástand

Þvagleki er mjög algengur meðal íþróttakvenna en sjaldan ræddur. 

 

Ert þú staðsett/ur langt frá sjúkraþjálfara eða viltu hafa möguleika á að nálgast fagmann að heiman þar sem þér líður vel?

 

Eftirfarandi listi einkenna/vandamála er ekki tæmandi en ef eitthvað af þessu á við um þig gætir þú vilja leyta til sjúkraþjálfara sem er sérhæfður á þessu sviði:

1. Áreynsluþvagleki - ef þú missir þvag við hósta, hnerra, hlátur, að kasta upp eða við áreynslu eins og hlaup, hopp, og margt fleira.

2. Bráðaþvagleki - tilfinningin um að þurfa skyndilega að pissa og geta ekki haldið í sér. Verða alltaf mál að pissa við ákveðnar aðstæður.

 

3. Tíð þvaglát - ertu að pissa meira en 7 sinnum á dag?

 

4. Sig á líffærum í grindarholi - tilfinningin um að eitthvað þrýstist inn í leggöng eða jafnvel slúti út úr þeim. Þreyta og þrýstingstilfinning á svæðinu. Þurfa jafnvel að nota þrýsting fingra til að geta klárað að pissa eða losað hægðir.

 

5. Vandamál við stjórnun hringvöðva endaþarms. Ef þú ert með loftleka eða lítilsháttar hægðaleka. Mikil og alvarleg einkenni þurfa í flestum tilfellum aðkomu læknis og sjúkraþjálfara á stofu og í sumum tilfellum skurðaðgerðar.

 

6.Verkir á grindarbotnssvæði og verkir fram í kynfæri, í kvið, nára, rasskinnar, innanlæris og bak (á við um bæði kyn).

 

7. Verkir við samfarir. Það er aldrei eðlilegt að finna til í kynlífi en gerist hjá bæði konum og körlum.

bottom of page