
Sjúkraþjálfun tengd kvenheilsu
Dr. Þorgerður Sigurðardóttir
Sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun

Um mig
Ég útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1985. Lauk meistaragráðu í líf- og læknavísindum árið 2009 og hlaut sérfræðiviðurkenningu frá Landlæknisembættinu árið 2011. Ég lauk doktorsnámi árið 2020 þar sem rannóknarefni mitt sneri að heilsu kvenna og áhrifum fæðingar á grindarbotn. Þar skoðaði ég líka hvort sjúkraþjálfun og fræðsla geti bætt heilsu og lífsgæði kvenna á þessu mikilvæga skeiði lífsins. Auk þess gerði ég rannsókn á fæðingarútkomu afreksíþróttakvenna borið saman við konur sem ekki æfa markvisst.
Ég er með stofu í Fæðingarheimili Reykjavíkur, Hlíðarfæti 15-17, Reykjavík.
Þar legg ég áherslu á að hitta konur á meðgöngu og eftir fæðingu.
Einnig starfa ég í Táp sjúkraþjálfun í Kópavogi. Þar starfar valinkunnur hópur sjúkraþjálfara.
.
Sjúkraþjálfun


Til að koma í sjúkraþjálfun í Fæðingarheimili Reykjavíkur er best að hafa samband við mig með því að senda tölvupóst á kvenheilsa@gmail.com.
Einnig er hægt að hafa samband við Táp sjúkraþjálfun í síma 564-5442
og óska eftir skráningu á biðlista
eða hafa samband á netfangið tap@tap.is